Laugardalshöllin hefur marga möguleika þegar kemur að fundum, veislum eða námskeiðum og kennslu. Í húsinu eru auk salanna tveggja stóru sex salir sem rúma allt frá 30 til 300 manns. Eins hentar inngangar hússins fyrir ýmis konar uppákomur. Í miðri viku fer fram kennsla hjá Háskóla Reykjavíkur og Dansmiðju JSB í sölunum en einnig nýta fjölmargir aðilar aðstöðuna fyrir reglulega fundi eða stöku veislur. Fjöldi sala af mismunandi stærð ásamt góðu aðgengi gerir húsið að frábærum kosti auk sveigjanleika í útfærslu á veitingamálum.
Í Laugardalshöll eru 8 salir auk fjölda herbergja:
- Salur 1: Lítill ráðstefnusalur (bíósalur) , fullbúinn hljóð- og myndbúnaði
- Salur 2: 120 fermetra salur, fullbúinn hljóð- og myndbúnaði
- Salur 3 150 fermetra salur, fullbúinn hljóð- og myndbúnaði
- Salur 4: 150 fermetra salur, fullbúinn hljóð- og myndbúnaði
- Hægt er að opna á milli sala 2-4 og mynda þeir á stóran sal sem rúmar um 400 ráðstefnugesti eða um 350 matargesti (hringborð)
- Salur 5: 300 fermetra salur, búinn sem danssalur, með speglum og rá
- Salur 6: 30 gesta VIP salur
- Salur A og B: Tveir stórir salir
Salernisaðstaða og aðstaða til veitingasölu er góð. Aðkoma að húsinu og bílastæði eru til fyrirmyndar, sjá hér! Bílastæði eru ókeypis við Laugardalshöll.