ish.is

english

Salur A er samtals 1600 fermetrar, parket á gólfi sem auðvelt er að leggja á dúk eða teppi.  Allar festingar fyrir ljós og hljóð eru til staðar og áratuga reynsla fyrir slíkri uppsetningu.  Rafmagn er gott og aðkoma flutninga- og vörubíla mjög góð.                        


Salur B er samtals um 5000 fermetra svæði sem auðvelt er að skipta upp og laga að mismunandi aðstæðum og þörfum. Vel rúmt er um 11.000 standandi gesti en einnig er hægt að koma fyrir um allt að 5080 manns í sæti. Allt fer þó þetta eftir stærð sýningar, magni tækja og tóla og uppröðunar í sal.  Sjá mismunandi teikningar hér til vinstri.                

Rafmang í sal B er 3 x 1200 A : 400V : N:        

Rafmagnstöflur eru í lofti á göngubrúm um allan sal.

Búningsherbergi eru samtals 9 en eins eru margir salir, skrifstofur og fundarherbergi sem hægt er að nota sem veitingasölu, og eða fundaraðstöðu. Flestir salanna eru búnir hljóðkerfi, myndvarpa og þeim búnaði sem þarf.   Þráðlaust net er um alla höllina en einnig góðar net og símatengingar (fastlína)

 
Þú ert hér: