ish.is

english

   Almennt

   Slys og neyðartilvik

   Sjúkrakassi

   A-Salur

   B-Salur

   Lyftingasalur

   Salir aðrir en íþróttasalir

   Viðurlög við brot á reglum

   Heimaleikir / Mótshaldari

   Rýmingaráætlun

 

Almennt

 • Stranglega bannað er að neyta matvæla í íþróttasölunum.
 • Notkun á tyggjó er stranglega bönnuð í íþróttasölum.
 • Ganga skal vel og þrifalega um húsið.
 • Bannað er að hrækja í húsinu.
 • Ganga skal vel um búningsherbergi og setja allt drasl í ruslatunnur.
 • Leigutakar/notendur verða að láta vita ef æfing fellur niður af einhverjum ástæðum. Senda skal upplýsingar um slíkt til Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem sér um að tilkynna það til hússins.
 • Leigutakar/notendur skulu láta vita ef einhverjar breytingar eru á æfingum svo að starfsfólk geti gefið réttar upplýsingar til foreldra o.fl.
 • Notendur þurfa að láta vita ef æfingaleikir/minni mót eru áætluð í húsinu svo að hægt sé að undirbúa klefa og þrif fyrir slíkt ásamt því að veita réttar upplýsingar til þeirra sem spyrja. Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
 • Forráðamaður íþróttamannvirkisins getur meinað hópi aðgang að íþróttaaðstöðu hafi ekki ábyrgur aðili stjórn hans með höndum, skv. 8. gr. í reglugerð Menntamálaráðuneytis um öryggismál í íþróttamannvirkjum. Þjálfari þarf að vera 18 ára til að teljast ábyrgðarmaður.
 • Þjálfari verður að fylgja öllum iðkendum og bera ábyrgð á þeim (skv. 9. gr. í reglugerð Menntamálaráðuneytis um öryggismál í íþróttamannvirkjum).
 • Þjálfari eða staðgengill hans þarf að vera mættur fyrir æfinguna til að passa uppá iðkendur í búningsherbergjum. Þetta á sérstaklega við um yngri iðkendur þar sem engir baðverðir eru til staðar í húsinu. Baðvarsla er í höndum þjálfara.
 • Starfsmenn ræsta klefa á kvöldin eftir notkun en ekki á miðjum kvöldum. Gangið því um klefana eins og þið viljið koma að þeim.
 • Tveir starfsmenn eru á vakt í húsinu hverju sinni. Þeir bera ekki ábyrgð á uppsetningu hússins en eiga að veita aðstoð við ýmis tilfallandi störf. Það er hlutverk þjálfara og iðkenda að færa dýnur, mörk o.fl. hugsanlega með aðstoð starfsmanna.
 • Upphitun, teygjur og frágangur á tækjum og tólum eiga að fara fram í æfingatíma iðkenda.
 • 20 mínútum eftir æfingu eiga allir iðkendur að vera farnir út úr húsi.
 • Laugardalshöll er fjölnota hús þar sem stundum eru margir viðburðir í gangi á sama tíma.  Vinsamlega bendið iðkendum á að sýna tillitsemi þegar sýningar eru í gangi eða aðrir viðburðir í anddyri og annars staðar í húsinu.
 • Upplýsingatöflu í anddyri skal nota til að setja upp tilkynningar og auglýsingar til iðkenda.
 • Kennaratyggjó er eina leyfilega efnið til að hengja upp blöð o.fl. á veggi hússins.
 • Midi.is hefur einkarétt á sölu aðgöngumiða í húsinu. Félög eða sérsambönd sem halda mót í húsinu þurfa að setja sig í samband við forstöðumann hússins tímanlega varðandi útfærsluatriði.
 • Á heimasíðu ÍBR, www.ibr.is, íþróttafélaganna og Laugardalshallar má finna dagskrá yfir viðburði í húsinu. Viðburðir sem skráðir eru á netinu fella niður áður auglýsta æfingatöflu.

 

Slys og neyðartilvik

 • Ef neyðartilvik koma upp er hægt að hringja í 112 úr síma í afgreiðslu. Einnig er hægt að ýta á 1 og fá samband við starfsmann sem hugsanlega er að störfum annarsstaðar í húsinu og fá upplýsingar.
 • Ef hringt er á sjúkrabíl úr farsíma þarf að koma skilaboðum til starfsmann hússins um að það hafi verið gert svo að hann geti vísað sjúkraflutningamönnum á réttan stað.
 • Útihurðir eru merktar með bókstöfum. Þegar hringt er á sjúkrabíl þarf að tilkynna hvaða inngangur sé næstur hinum slasaða.

Sjúkrakassi

 • Sjúkrakassinn er fyrir fyrstu hjálp.
 • Húsið útvegar eingöngu plástur og klaka ekki teip eða annan sjúkravarning nema í neyðartilvikum.
 • Bannað er að ganga í sjúkrakassa til að ná sér í teip til daglegra nota.
 • Forsvarsmenn hópa skulu sjálfir vera með sjúkratösku.

A-Salur

 

 •  Þjálfari í sal skal vera í merktum klæðnaði svo að bæði foreldrar og starfsmenn viti hver stjórnar.
 •  Uppsetning á búnaði fer fram í tíma þess sem þarf búnaðinn. Það er því ekki hægt að ætlast til þess að búið sé að setja upp körfur eða mörk í salnum áður en æfing hefst.
 •  Notendur þurfa sjálfir að útvega bolta, vesti, keilur og önnur áhöld sem og að ganga frá búnaði eftir æfingu.
 •  Laugardalshöll útvegar hverju félagi með æfingaaðstöðu í húsinu eina grind fyrir sinn búnað og skulu þær geymdar í áhaldageymslu milli æfinga. Höllin tekur ekki ábyrgð á  búnaði sem geymdur er í grindinni.
 •  Harpix (klístur) er eingöngu leyft hjá 4.flokki og eldri iðkendum.
 •  Harpixi má ekki klína á veggi, í stóla, á skó eða annað. Iðkendur þurfa sjálfir að hafa með sér handklæði eða annað búnað til að ná harpixi af höndunum.

 

B-Salur

 •  Þjálfari í sal skal vera í merktum klæðnaði svo að bæði foreldrar og starfsmenn viti hver stjórnar.
 •  Laugardalshöll útvegar hverju félagi með æfingaaðstöðu í húsinu eina grind fyrir sinn búnað og skulu þær geymdar í áhaldageymslu milli æfinga. Höllin tekur ekki ábyrgð á búnaði sem geymdur er í grindinni.
 •  Laugardalshöllin á búnaðinn sem í mannvirkinu er. Ekki má fara með búnaðinn í burtu úr húsinu nema með sérstöku leyfi framkvæmdastjóra.
 •  Ganga þarf frá öllum litlum hlutum í hillurnar inni í geymslu. Litlir hlutir eru kúlur, kringlur, skutlur, teygjur o.fl.
 •   Einnig þarf að ganga frá stórum hlutum á þar til gerð svæði í salnum.
 •  Skylda er að vera í skóm í salnum og skulu þeir vera hreinir.
 •   Hámarks gaddastærð til að nota á hlaupa og stökkbrautum er 6 mm. Gaddaskó skal eingöngu nota í frjálsíþróttasal.
 •   Við stökkgryfju skal raka yfir hvert stökk og sópa eftir æfingu og festa svartan dúk yfir stökkgryfjur. Húsverðir sjá ekki um að gera þetta.
 •   Vinsamlega gangið ekki að óþörfu yfir sandgryfjur þannig aðstoðið þið við að halda húsinu hreinu.
 •   Sandgryfja í miðju húsi er eingöngu opin á viðurkenndum stórmótum.
 •   Gólfið í frjálsíþróttasalnum er þrifið einu sinni í mánuði með sápu (það tekur þrjá daga). Reglulega er sópað yfir álagsbletti.
 •    Eingöngu má nota plastlímband sem atrennumerki (ekki sjúkrateip eða málningarlímband).
 •   Upphitun og hvíldarskokk skal fara fram utan hringbrautar og teygjuæfingar á þar til gerðum svæðum í norðurenda salarins.
 •   Hægari sprettir á innri brautum, hraðari á ytri brautum.
 •   Þjálfarar þurfa að skrá fjölda iðkenda á þar til gerð skráningarblöð í afgreiðslu.
 •  Iðkendur úr öðrum félögum hafa ekki aðgang að salnum nema sérstaklega sé samið um við ÍBR.
 •    Ef óskað er eftir uppsetningu áhorfendabekkja þarf að láta vita um slíkt með fimm daga fyrirvara.

 

Lyftingasalur

 • Hafið öryggið að leiðarljósi, lyftið aldrei þungu nema staðið sé við.
 • Iðkendur þurfa að vera a.m.k. tveir í salnum í einu.
 • Iðkendur yngri en 18 ára mega ekki vera í sal nema með þjálfara.
 • Iðkendur eldri en 18 ára sem ekki eru með þjálfara með sér þurfa að vera á ábyrgð þjálfara/félags og skrifleg staðfesting þarf að liggja fyrir um slíkt.
 • Laugardalshöll er fjölnota hús þar sem stundum eru margir viðburðir í gangi á sama tíma.  Vinsamlega bendið iðkendum á að sýna tillitsemi þegar sýningar eru í gangi eða aðrir viðburðir í anddyri og annars staðar í húsinu.
 • Æfingatafla gildir í lyftingasal eins og öðrum sölum hússins. Þangað er ekki hægt að koma inn þegar fólki hentar nema með sérstöku leyfi og e.t.v. samþykki þeirra sem skráðir eru fyrir tímanum.
 • Gangið frá öllum áhöldum á rétta staði að lokinni hverri notkun.
 • Handlóðum skal skila í þar til gerða rekka að lokinni notkun.
 • Eleiko lóð skal eingöngu nota á pöllum fyrir ólympískar lyftur. Eurosport lóð skal nota við aðrar æfingar þar sem þarf stangir og lóð.

Salir aðrir en íþróttasalir

 • Þjálfaraherbergi eru til afnota í húsinu. Þar er hægt að fá úthlutað skápum fyrir þjálfara. Bannað er að skilja eftir dót á borðum í þessum herbergjum, því verður hent.
 • Fundarsalir 1-4 eru ekki til afnota fyrir íþróttafélög. Þessir salir eru leigðir út gegn gjaldi. 75% afsláttur er gefinn til íþróttafélaga ef þau vilja leigja þá.
 • Sal 6 er hægt að fá til afnota fyrir fundi endurgjaldslaust. Þar eru borð, stólar og sófar.
 • Sal 5 má einnig nota fyrir fundahald þegar hann er laus en þar eru ekki stólar og borð.
 • Bannað að vaða um húsið og halda fundi hér og þar án leyfis.

Viðurlög við brot á reglum

 1. Munnleg ábending.
 2. Skrifleg áminning.
 3. Flokkur/hópur útilokaður frá húsinu í 1 viku.
 4. Flokkur/hópur útilokaður frá húsinu í 1 mánuð.
 5. Félag útilokað frá húsinu í 1 viku.
 6. Félag útilokað frá húsinu í 1 mánuð.
 7. Flokkur útilokaður alveg frá húsinu.

Heimaleikir / Mótshaldari
Þegar heimaleikir í boltaíþrótt eru í íþróttamannvirkjum ber framkvæmdaraðilum heimaliðsins að uppfylla eftirfarandi atriði.

 • Heimaliðið (viðkomandi deild) skal setja upp alla aðstöðu sem viðkemur leiknum og sjá um frágang strax að loknum leik.
 • Heimaliðið hefur umsjón með miðasölu ef selt er inná leiki og skal sjá um uppsetningu og frágang á aðstöðunni.
 • Heimaliðið sér um alla gæslu í íþróttamannvirkinu sem viðkemur leiknum.
 • Heimaliðið skal grófhreinsa (tína upp rusl) íþróttasalinn, áhorfendastúkur, anddyri, sjoppuaðstöðu og önnur svæði sem áhorfendur fara um.
 • Öllum frágangi skal vera lokið innan 20 mínútna eftir leik. Eftir þann tíma eru aðstæður þannig að íþróttamannvirkið er tilbúið að taka á móti næsta leik, æfingu eða öðrum viðburðum.

 

Rýmingaráætlun 
ITR logo isi  ibr hsi Fri  bli  

kki

midi

 

Þú ert hér: