ish.is

english

  • Salur 1 er á fyrstu hæð, samtals 100 fermetrar með parket á gólfi.  Salurinn rúmar 120 manns og er hannaður sem ráðstefnu eða bíósalur með útdraganlegum bekkjum.  Salurinn er þekktur og mikið notaður við utankjörfundarkosningar.  Hljóðkerfi og myndvarpi er í salnum. Rafmagn og tenglar eru um allt og hægt að stýra lýsingu.  Notast er við inngang A og B  nema um annað sé samið. 
  • Salur 2 er samtals 120 fermetrar, parket á gólfi.  Salurinn rúmar 80 fundargesti eða um 60 matargesti (hringborð).  Hljóðkerfi og myndvarpi er í salnum. Rafmagn og tenglar eru um allt og hægt að stýra lýsingu.  Notast er við inngang A, B eða F  nema um annað sé samið. 
  • Salur 3 er samtals rúmlega 150 fermetrar, parket á gólfi.  Salurinn rúmar 110 fundargesti eða um 90 matargesti (hringborð).  Hljóðkerfi og myndvarpi er í salnum. Rafmagn og tenglar eru um allt og hægt að stýra lýsingu.  Notast er við inngang A, B eða F  nema um annað sé samið. 
  • Salur 4 er samtals  rúmlega 150 fermetrar, parket á gólfi.  Salurinn rúmar 140 fundargesti eða um 80 matargesti (hringborð).  Hljóðkerfi og myndvarpi er í salnum. Rafmagn og tenglar eru um allt og hægt að stýra lýsingu.  Notast er við inngang A, B eða F  nema um annað sé samið. 
  • Salur 5 er samtals 300 fermetrar, parket á gólfi.  Salurinn er oftast notaður fyrir danskennslu en þar eru speglar á veggjum og balletrá.  Salurinn gæti þó rúmað um 100 gesti sem fundarsalur. Hljóðkerfi er í salnum. Notast skal við inngang F  nema um annað sé samið.  Rafmagn og tenglar eru um allt og hægt að stýra lýsingu.
  • Salur 6 er lítill salur sem mikið er notaður sem aðalbúningsherbergi þeirra listamanna sem heimsækja höllina.   Notast skal við inngang F  nema um annað sé samið.  Rafmagn og tenglar eru um allt og hægt að stýra lýsingu.

Hægt er að opna á milli sala 2-4 og mynda þeir á stóran sal sem rúmar um 400 ráðstefnugesti eða um 350 matargesti (hringborð).

Hægt er að sjá teikningar af mismunandi útfærslum í sölu hér til hliðar.

Búningsherbergi eru samtals 9 en eins eru mörg fundarherbergi/skrifstofurrými sem hægt er að nota.  Þráðlaust net er um alla höllina en einnig góðar net og símatengingar (fastlína).

 
Þú ert hér: