ish.is

english

Höllin (Salur A) er samtals 1600 fermetrar, með merkta körfuknattleiks-, handknattleiks og blakvelli.   Áhorfendastúkan (efri) tekur 1286 manns í sæti.   Á neðra svæði (bekkir) eru samtals 900 manns + 100 manns í heiðursstúku.  Samtals er því möguleiki á um 2300 áhorfendum á íþróttaviðburði.

Sjá fyrirkomulag vegna æfinga og leikja - Salur A

 

Frjálsíþróttasalur (Salur B) er samtals um 5000 fermetra keppnis- og áhorfendavæði.  Á mótum geta verið allt að 400 sæti í útdraganlegum bekkjum.

Sjá fyrirkomulag vegna æfinga og móta - Salur B

 

Búningsherbergi eru samtals níu í húsinu.

Lyftingasalur er sérútbúinn fyrir frjálsar íþróttir og æfingar þess hóps.

Golfæfingasvæði er í kjallara hallarinnar.  Þar má finna glæsilega  inniaðstöðu fyrir golfæfingar. Aðstaðan er um 200 fermetrar, 9 holu  púttflöt  og 7 æfingaholur ásamt aðstöðu til að æfa stutt vipp og chipp.  Aðstaðan  hentar vel fyrir afreksstarf  og kennslu sem og 10-15 manna hópa og fyrirtæki., sjá auglýsingu hér!

Í húsinu eru einnig einn sérútbúinn danssalur með speglum og balletslá, en kennt er í allt að sex sölum.

Flestir salir eru búnir hljóðkerfi, myndvarpa og þeim búnaði sem þarf til að kenna og halda fyrirlestra..

 
Þú ert hér: